Jólatrjáasala 2020
Að öllu óbreyttu fer jólatrjáa- og skreytingasala félagsins fram allar helgar í desember fram að jólum. Ef ykkur vantar tré eða greinar fyrr hafið samband í gegnum netfangið skoghf@simnet.is eða í síma: 555-6455 eða 894-1268.
Að öllu óbreyttu fer jólatrjáa- og skreytingasala félagsins fram allar helgar í desember fram að jólum. Ef ykkur vantar tré eða greinar fyrr hafið samband í gegnum netfangið skoghf@simnet.is eða í síma: 555-6455 eða 894-1268.
Vegna ástandsins í samfélaginu hefur hrekkjavökugöngu félagsins sem vera átti þriðjudaginn 27. október verið aflýst.
Kæru félagar. Nú er innheimta árgjalds 2020 farin af stað. Árgjaldið er kr. 3.000,-. Sem félagi í Skógræktarfélagi Hfj styður þú við uppbyggingu og viðhald útivistarskóganna í upplandi Hfj þar með talið stígagerð, hreinsun, snjóruðning á gönguleiðum, grisjun og fleira. Félagar njóta afsláttar í fjölda gróðrarstöðva og garðyrkjuverslana. Félagar í Skógræktarfélagi Hfj eru nú um…
Um 25 manns mættu á aðalfund félagsins fimmtudaginn 1. október síðastliðinn. Gunnar Svavarsson var kjörinn fundarstjóri. Árni Þórólfsson, Ingvar Viktorsson og Sigurður Einarsson voru allir endurkjörnir í stjórn félagsins. Ásdís Konráðsdóttir og Þorkell Þorkelsson voru endurkjörin sem skoðunarmenn reikninga félagsins. Fundurinn samþykkti hækkun á félagsgjaldi úr kr. 2.500,-/ári í kr. 3.000,-/ári. Að loknum aðalfundarstörfum og…
Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2020 verður haldinn fimmtudaginn 1. október í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34 kl. 20.00. Gengið inn frá Strandgötu. Kl. 20.00 – 20.55 Venjuleg aðalfundarstörf. Hressing Kl. 21.15 – 21.45 Sóley Þráinsdóttir vöruhönnuður flytur erindi sem hún nefnir „Skógarafurðir og hreinlætisvörur“. Andlitsgrímur og spritt á staðnum. Stjórnin.
Sunnudaginn 20. september 2020 ætlum við að gróðursetja í Hamranesi milli kl. 11.00 – 13.00. Við hittumst á móts við Hamranesflugvöll við Hvaleyrarvatnsveg. Þar í hlíðum jarðvegstippsins ætlum við að gróðursetja eins og í fyrra. Plöntur og verkfæri á staðnum. Allir fá heita súpu að gróðursetningu lokinni. Sendið póst á netfangið skoghf@simnet.is til að fá…
Gróðrarstöðin Þöll er opin frá kl. 09.00 til 17.00 alla virka daga í september 2020. Ef opið er um helgar er það sérstaklega auglýst. Haustið er góður tími til gróðursetningar. Tré og runnar hafa þá hætt vexti ofanjarðar en rótarvöxtur heldur áfram. Alla jafna er miklu úrkomusamara á haustin samanborið við vorin alla vega hér…
Gróðrarstöðin Þöll verður lokuð frá kl. 12.00 miðvikudaginn 9. september 2020 vegna jarðarfarar. Opnum aftur á morgun fimmtudaginn 10. septmber. Þöll er annars opin virka daga frá kl. 09.00 til 17.00 í september.
Helena Marta Stefánsdóttir náttúrufræðingur verður með fræðslu og sveppagöngu kl. 17.30 fimmtudagin 3. september 2020. Mæting við bílastæðið við vesturenda Hvaleyrarvatns. Takið með ykkur körfur, sveppakver og vasahníf. Aðgangur ókeypis.
Þöll verður í í sumarfríi frá mánudeginum 24. ágúst til og með sunnudagsins 30. ágúst. Opnum aftur mánudaginn 31. ágúst 2020. Þöll verður svo opin alla virka daga út september. Sendið fyrirspurnir á netfangið skoghf@simnet.is. Skógarvörður á bakvakt er í síma: 849-6846. Framkvæmdastjóri í síma: 894-1268.