Jólatrjáa- og skreytingasala
· Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins verður í Selinu við Kaldárselsveg í desember eins og endranær.
· Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins verður í Selinu við Kaldárselsveg í desember eins og endranær.
· Gengið um Suðurbæinn. Mæting við Suðurbæjarlaug kl. 10.00. Gengið verður um bæinn og hugað að trjágróðri í görðum bæjarbúa.
· Gróðursetning sjálfboðaliða í Vatnshlíð í minningarlund um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson . Mæting í Vatnshlíð norðan Hvaleyrarvatns kl. 10.00.
· Gengið um Trjá- og Rósasafnið í Höfðaskógi. 17 ár eru liðin frá vígslu Trjásafnsins og og 8 ár frá vígslu Rósasafnsins. Um 300 mismunandi tegundir, yrki og kvæmi trjágróðurs eru í Trjásafninu og á annað hundrað rósayrki í Rósasafninu. Lagt af stað frá Selinu við Kaldárselsveg kl.20.00.
· Gengið um skóginn í Gráhelluhrauni. Sérstaklega verður hugað að þeim trjátegundum sem þar er að finna en byrjað var að gróðursetja þar 1947 ári eftir stofnun félagsins. Lagt af stað við hesthúsin í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg kl. 20.00.
· Fuglaskoðun í Höfðaskógi í tengslum við bæjarhátíðina „Bjarta Daga“. Lagt af stað frá Selinu, bækistöðvum félagsins við Kaldárselsveg, kl. 10.00.
Viðarvinir verða með handverkssýningu á tálguðum, renndum og útskornum munum í Selinum, bækistöðvum félagsins við Kaldárselsveg, milli kl. 10.00 – 18.00.