Um þrjátíu manns mættu á aðalfund félagsins í gærkvöldi. Gyða Hauksdóttir og Hallgrímur Jónasson voru endurkjörin í stjórn félagsins. Þorkell Þorkelsson yngri var kjörin skoðunarmaður reikninga í stað Ásdísar Konráðsdóttur (Blóma Dísu) sem lést nýverið.
Eftir kaffihlé flutti Þráinn Hauksson landslagsarkitekt fróðlegt erindi um útivist og skipulagsmál í upplandi Hfj.
Ásdís Konráðsdóttir var félagi í Skógræktarfélagi Hfj til fjölda ára. Hún hafði gengt embætti skoðunarmanns reikninga hjá félaginu í um tvo áratugi. Hún aðstoðaði okkur gjarnan sérstaklega á aðventunni í tengslum við jólatrjáasöluna. Blóma Dísa eins og hún var jafnan kölluð sá um blómaflokka hjá Vinnuskóla Hfj í áratugi. Gengdi hún því starfi af mikilli eljusemi svo eftir var tekið. Við hjá Skógræktarfélagi Hfj þökkum Ásdísi kærlega samstarfið, vináttuna og alla hjálpsemina í gegnum tíðina og vottum fjölskyldu hennar innilegrar samúðar.
Á myndinni eru Gyða Hauksdóttir stjórnarmaður, Lína Pálsson og Ásdís heitin. Myndin var tekin á sextugsafmæli Línu fyrir nokkrum árum.