Opið annan í hvítasunnu
Gróðrarstöðin er opin, mánudaginn 21. maí 2018 annan í hvítasunnu, frá kl. 10.00 – 17.00.
Gróðrarstöðin er opin, mánudaginn 21. maí 2018 annan í hvítasunnu, frá kl. 10.00 – 17.00.
Opið í dag, laugardaginn 19. maí 2018, frá kl. 10.00 – 17.00. Nú er rétti tíminn til að gróðursetja limgerði/hekk, berjarunna, rósir, sýrenur, skógarplöntur, sígrænt og fleira. Nægur raki sem er óvenjulegt í maí sem er alla jafna þurrasti mánuður ársins alla vegna hér suðvestanlands. 15% afsláttur af öllum plöntum fyrir félaga í skógræktarfélögum og…
Utanvegahlaup Hauka fer fram núna annan í Hvítasunnu. Starfsmenn félagsins hafa unnið að lagfæringu á stígum hér í upplandinu sem eru hluti af hlaupaleiðinni. Almennings-íþróttadeild Hauka hefur lagt félaginu til fjárstuðning til verksins. Unnið var að gerð steinbrúar yfir Grófarlæk í Grófargili í vikunni. Á myndinni sést Árni Þórólfsson við brúnna. Ljósmynd: Jökull Gunnarsson.
Utanvegahlaup Hauka fer fram núna annan í Hvítasunnu. Starfsmenn félagsins hafa unnið að lagfæringu á stígum hér í upplandinu sem eru hluti af hlaupaleiðinni. Almennings-íþróttadeild Hauka hefur lagt félaginu til fjárstuðning til verksins. Unnið var að gerð steinbrúar yfir Grófarlæk í Grófargili í vikunni. Á myndinni sést Árni Þórólfsson við brúnna. Ljósmynd: Jökull Gunnarsson.
Laugardaginn 21. apríl síðastliðin efndi félagið til fuglaskoðunar um Höfðaskóg og við Hvaleyrarvatn. Um 25 manns mættu en gangan var hluti af dagskrá „Bjartra daga“ sem haldnir voru í Hafnarfirði dagana 18. – 22. apríl. Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson voru leiðsögumenn. Eftirtaldar fuglategundir sáust eða það heyrðist í þeim þennan dag. Starar, skógarþrestir,…
21. apríl, laugard. kl. 11.00 – Bjartir dagar (18. – 22. apríl). Fuglaskoðun í Höfðaskógi. Þekkir þú nýbúana í skóginum?
Fundarstjóri, heiðursfélagar, kæru félagar og gestir. Tíð var almennt góð síðast liðið ár. Veturinn var óvenju hlýr og ekkert frost í jörðu og var t.d. hægt að taka upp og gróðursetja meira og minna allan veturinn. Gróður kom almennt vel undan vetri og ekki gerði nein sérstök vorhret. Mikið bar á skemmdum á greni á…
Fundarstjóri, heiðursfélagar, kæru félagar og gestir. Það voraði vel í fyrra og sumarið var hlýtt en ekki of þurrt. Haustið var sérlega millt og langt og vorum við t.d. að gróðursetja í lok nóvember enda ekkert frost í jörðu. Þöll opnaði plöntusölu sína fyrr en ella eða í byrjun maí og stóð hún langt fram…
Fundarstjóri, skógræktarstjóri, heiðursfélagi, kæru félagar og gestir. Veðurfar var talsvert rysjótt síðastliðið ár. Hvert óveðrið á fætur öðru gekk yfir landið sérstaklega seinni part vetrar. Um miðjan mars fauk plastdúkurinn af stóra gróðurhúsinu okkar, Höfðaborg, nánast í heilu lagi. Nokkuð var um að birki, viðja og annar víðir brotnaði eða legðist á hliðina í þessum…
Fundarstjóri, kæru félagar og gestir. Það sem helst einkenndi veðurfarið fyrstu mánuði ársins í fyrra var langvarandi klakabrynju sem lá yfir öllu. Vorum við á mannbroddum svo vikum skipti við störf í skóginum og gróðrarstöðinni. Ennfremur var úrkoma með minsta móti í byrjun árs. Þegar voraði kom í ljós að sumar tegundir trjágróðurs komu óvenju…