Klifsholt
Síða í vinnslu…
Skammt fyrir vestan Hvaleyrarvatn er svokallaður Cuxhaven-lundur. Lundurinn er í umsjón vinabæjarfélagsins Cuxhahvan – Hafnarfjörður. Fyrst var gróðursett í lundinn árið 1998. Lundurinnn er merktur. Það er hefð fyrir því að gestir frá Cuxhaven sem hingað koma heimsækja lundinn og gróðursetja ef færi gefst. Í mörg ár hefur sendinefnd frá Cuxhaven komið og heimsótt félagið…
Seldalur er suðvestur af Hvaleyrarvatni og umlukinn hálsum og höfðum. Selhöfði er norðan við dalinn og Stórhöfði suðvestan hans. Þar á milli er annarsvegar Seldalsháls og hinsvegar ónefndur háls sem tengir saman Stórhöfða og Langholt. Dalurinn var mjög illa farinn þegar Skógræktarfélagið tók hann til ræktunar árið 1990. Uppgræðsla dalsins var hluti af Landgræðsluskóga átaki…
Hjálmar Rögnvaldur Bárðarson skipaverkfræðingur og siglingamálastjóri og eiginkona hans Else Sörensen Bárðarson létu eftir sig miklar eignir en þau áttu enga afkomendur. Else lést 28. maí 2008 en Hjálmar tæplega ári seinna 7. apríl 2009. Létu þau eftir sig eignir og fjármuni sem þau ánöfnuðu nokkrum aðilum. Landgræðsla ríkisins og Landgræðslusjóður hlutu 30% af eigum þeirra…
Gönguleið og áningastaðir. Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði lét útbúa reitinn og var verkið fjármagnað af Minningarsjóði Gísla S. Geirssonar, sem var félagi í klúbbnum og lést langt um aldur fram. Klúbburinn kostaði gerð bílastæðis, lagningu göngustígs upp á Húshöfðann, gerð áningarstaðar á höfðanum, kaup á bekkjum og fleira. Værðar-bílastæðið er við Kaldárselsveg ögn lengra til…
Kúadalur og Litli-Skógarhvammur í Undirhlíðum tilheyrðu beitilandi Garðakirkju og leiguliða kirkjunnar um aldir, en landið komst í eigu Hafnarfjarðarkaupstaðar 1912. Haglendið var illa farið af hrístöku, beit og uppblæstri árið 1926 þegar skógræktarstjóri vakti athygli bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á að tímabært væri að girða nokkra skógi vaxna runna í Undirhlíðum og friða skóglendið. Málið fór fyrir…
Starfsstöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er suðvestan Kaldárselsvegar skammt frá Hvaleyrarvatni, á landsvæði sem hlotið hefur nafnið Höfðaskógur. Félagsaðstaða og ræktunarstöð félagsins er á Beitarhúsahálsi sem dregur nafn sitt af Jófríðarstaðaseli sem varð að beitarhúsi þegar selfarir lögðust af. Þar sem selið stóð eru nú tóftir beitarhúss sem var sennilega byggt rétt fyrir aldamótin 1900. Tóftirnar sjást…
Fyrsta verk stjórnar eftir að Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað haustið 1946 var að útvega hentugt land til skógræktar. Upphaflega hugmyndin var að hefja trjárækt í örfoka brekkunum norðan Hvaleyrarvatns, en vegna kulda vorið 1947 var leitað að skjólsælla svæði. Forvígismenn félagsins töldu nyrsta hluta Gráhelluhrauns henta vel til ræktunar og fengu leyfi bæjaryfirvalda til að…
Undirhlíðar eru bólstrabergshæðir sem liggja frá Kaldárbotnum í norðaustri að Vatnsskarði í suðvestri og spanna um 7 km. Beggja vegna eru hraun frá sögulegum tíma, ásamt eldri hraunum. Undirhlíðaleið lá með norðanverðum hlíðarfætinu en sunnan við Undirhlíðar var Dalaleið. Hvorutveggja voru fornar þjóðleiðir milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Móskarðshnúkar nefnast móbergshæðir ofan við Stóra-Skógarhvamm með fallega…