Gleðilega hátíð
Óskum félögum okkar og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Stjórn og starfsfólk Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
Óskum félögum okkar og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Stjórn og starfsfólk Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
Jólatrjáasala félagsins er nú opin alla daga milli kl. 10.00 – 18.00. Sami opnunartími verður nú um helgina, laugardaginn 21. og sunnudaginn 22. des. Félagið býður upp á íslenska úrvals stafafuru, rauðgreni og blágreni. Einnig eru á boðstólum leiðisskreytingar, hurðarkransar, borðskreytingar, arinviður, tröppuskraut, greinar, könglar og fleira. Gestum er boðið upp á heitt súkkulaði…
· Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins verður í Selinu við Kaldárselsveg í desember eins og endranær.
Í dag, laugardaginn 30. nóvember, heimsótti hópur þjóðverja frá Cuxhaven félagið heim ásamt stjórn Cuxhaven-Hafnarfjörður vinabæjarfélagsins. Heimsókn þjóðverjanna er í tengslum við afhendingu og tendrum á jólatrénu frá Cuxhaven sem stendur við Flensborgarhöfn. Myndin er tekin þegar minningarsteinn um Jónas heitinn rafveitustjóra var afhjúpaður í fyrra af Dórótheu ekkju Jónasar og frú Fischer bæjarstjóra í Cuxhaven. Minningarsteinninn stendur í Cuxhaven-trjálundinum við…
Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður eins og endranær í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Í boði eru íslensk jólatré, greinar, könglar, leiðisskreytingar, borðskreytingar, jólavendir, hurðakransar o.fl. Félagið býður viðskiptavinum sínum upp á hressingu. Opið laugar- og sunnudaga helgarnar 7.-8. ., 14.-15. og 21.-22. desember.…
Nýlega var lokið við að reisa útikennslustofu nyrst í skóginum í Gráhelluhrauni rétt við Lækjarbotna í gömlum grenilundi. Pokasjóður styrkti gerð útikennslustofunnar. Einar Óskarsson skógarvörður í Haukadal var félaginu innan handar við gerð útikennslustofunnar. Önnur útikennslustofa er í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn sem gerð var fyrir styrk frá hjónunum Herði Zóphaníassyni og Ásthildi Ólafsdóttur. Á myndinni tilla…
Laugardagsmorguninn 5. október síðastliðinn mættu um 15 manns í trjáskoðunar- og trjámælingar-gönguferð félagsins um Suðurbæinn. Eftirfarandi garðar voru heimsóttir og hávaxin og/eða sjaldgæf tré mæld. Félagið þakkar þeim garðeigendum sem opnuðu garða sína fyrir gönguhópnum kærlega fyrir. Ljósmynd: Jónatan Garðarsson. Niðurstöðurnar fara hér á eftir. • Hringbraut 68: Alaskaösp gróðursett af Jóni í Skuld. Hæð: 17,25 m.…
Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu nk. þriðjudagskvöld, 8. október, kl. 19.30. Farið frá bækistöðvum skógræktarfélagsins og Þallar við Kaldárselsveg. Boðið upp á súkkulaði og meðlæti í bækistöðvum skógrækarfélagsins í lokin. Göngufólk er beðið um að taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.
· Gengið um Suðurbæinn. Mæting við Suðurbæjarlaug kl. 10.00. Gengið verður um bæinn og hugað að trjágróðri í görðum bæjarbúa.
Laugardaginn 5. október ætlum við að ganga um bæinn og huga að trjágróðri í görðum bæjarbúa. Hugmyndin er að mæla stærstu tréin sem á vegi okkar verða. Einnig skoðum við hvaða tegundir garðagróðurs leynast bakvið garðveggina. Í fyrra mældum við grenitré við Brekkugötu 12 sem reyndist vera tæpir 21 m á hæð. Er það hæðsta tré bæjarins svo…