Fuglaskoðun laugardaginn 27. maí 2017
Hin árlega fuglaskoðunarferð félagsins verður laugardaginn 27. maí kl. 10.00. Lagt verður af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Takið með ykkur sjónauka. Fuglaskoðunar-gangan tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögumaður verður Steinar Björgvinsson. Myndin er af auðnutittling tekin af Björgvin Sigurbergssyni.