Hvítasunnuhlaup Hauka hefur verið haldið nú í all nokkur ár. Um er að ræða vinsælasta utanvegahlaup landsins. Stór hluti hlaupsins fer fram á athafnasvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Almenningsíþróttadeild Hauka hefur styrkt Skógræktarfélagið og hefur styrkfénu verið varið til lagfæringa og viðhalds á hlaupleiðunum á umsjónarsvæði Skógræktarfélagsins.
Flokkur: Fréttir 2018