Jólatrjáasala
Jólatrjáasala – Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins í Þöll verður opin í desember fram að jólum. Íslensk úrvals jólatré og skreytingar. Allir fá heitt súkkulaði.
Jólatrjáasala – Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins í Þöll verður opin í desember fram að jólum. Íslensk úrvals jólatré og skreytingar. Allir fá heitt súkkulaði.
Ganga um Höfðaskóg í samstarfi við Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar – október. Takið með ykkur ljósfæri. Mæting í Þöll við Kaldárselsveg. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og kleinur að göngu lokinni. Nánar auglýst síðar.
Gengið um Áslandið – laugardaginn 10. október kl. 10.00 – 12.00: Hugað verður að gróðri í görðum og skóginum við Ástjörn.
Sjálfboðaliðadagur – laugardaginn 26. september kl. 10.00 – 12.00: Gróðursett verður í Vatnshlíðarlund. Vatnshlíðarlundur er minningarlundur um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Mæting í Vatnshlíð norðan Hvaleyrarvatn. Boðið upp á hressingu í Þöll að gróðursetningu lokinni.
Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar – laugardaginn 25. júlí kl. 14.00 – 17.00. Nánar auglýst síðar.
Viðarvinir – laugardaginn 6. júní kl. 10.00 – 18.00. Handverkshópurinn „Viðarvinir“ verða með handverkssýningu á tálguðum og renndum munum í Þöll við Kaldárselsveg.
Fuglaskoðun – laugardaginn 30. maí kl. 10.00 Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Fuglaskoðunin tekur um tvær stundir.
Vorganga – laugardaginn 25. apríl kl. 11.00: Gengið verður um skóginn í Gráhelluhrauni. Mæting á bílastæðinu við Gráhelluhraunsskóg á móts við hesthúsin í Hlíðarþúfum. Ganga þessi er hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar „Bjartra daga“ sem standa dagana 23. – 25. apríl.
Aðalfundur – fimmtudaginn 26. mars kl. 20.00 í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verða sýndar gamlar og nýjar myndir úr starfi félagsins í gegnum tíðina.