Fuglatalning
Hin árlega vetrar-fuglatalning fór nýlega fram í upplandi Hafnarfjarðar. Svæðið nefnist Hafnarfjörður austan Reykjanesbrautar og inniheldur m.a. Höfðaskóg, Sléttuhlíð, Vatnshlíð, Gráhelluhraun, Ástjörn, Ásland og Setbergshverfi . Eftirfarandi tegundir fugla sáust á svæðinu: Grágæsir, stokkendur, urtendur, hrossagaukar, dvergsnípur, keldusvín, svartbakar, hvítmáfar, bjartmáfar, silfurmáfur, hettumáfar, stormmáfar, rjúpa, hrafnar, starar, skógarþrestir, svartþrestir, músarrindlar, glókollar, snjótittlingar, auðnutittlingar, krossnefir og brjósttittlingur.…