Rúmlega 30 manns mættu í kvöldgöngu félagsins og Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar. Anna Borg Harðardóttir formaður Krabbameinsfélags Hfj. ávarpaði gesti. Sr. Jón Helgi Þórarinsson flutti hugvekju í Værðarlundi og Jóhann Guðni Reynisson flutti nokkur frumort ljóð í tilefni dagsins. Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins var leiðsögumaður í gegnum skóginn. Í lokin var boðið upp á heitt súkkulaði og kleinur í Þöll. Ljósmynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir.
Flokkur: Fréttir 2014