Í sumar eins og svo mörg undanfarin sumur hefur um tuttugu manna vinnuhópur á vegum Landsvirkjunar starfað hjá félaginu undir kjörorðunum "Margar hendur vinna létt verk". Hafa þau m.a. lagt og viðhaldið göngustígum í skóginum og við Hvaleyrarvatn, gróðursett og hreinsað svæðið. Þetta framlag skiptir sköpum fyrir alla starfsemi félagsins og gerir því kleift að sinna útivistarsvæðinu í upplandi bæjarins betur en ella. Félagið bauð til hópnum til grillveislu í góða veðrinu í dag við bækistöðvar félagins en ungmennin ljúka störfum hjá félaginu nú um mánaðarmótin. Félagið þakkar Landsvirkjun fyrir samstarfið og starfsmönnunum fyrir þeirra framlag. Myndin er tekin af hópnum á hlaðinu við Þöll.
Flokkur: Fréttir 2014