45 manns mættu á aðalfund félagsins 28. mars 2019
Í kringum 45 manns mættu á aðalfund félagsins síðastliðinn fimmtudag. Gunnar Svavarsson var kjörinn fundarstjóri. Sigurður Einarsson formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar og Steinar Björgvinsson skýrslu framkvæmdstjóra. Árni Þórólfsson gjaldkeri fór yfir ársreikning félagsins. Að loknum umræðum um skýrslu formanns, framkvæmdastjóra og kynningu á ársreikningi félagsins var ársreikningurinn borinn undir fundinn og samþykktur samhljóða.…