Jólatrjáasala félagins er opin helgina 7. og 8. desember frá kl. 10.00 til kl. 18.00 laugar- og sunnudag. Bjóðum upp á íslensk furu- og grenijólatré. Eigum einnig greni og furu með rótarhnaus að ógleymdum hinum vinsælu tröpputrjám.
Einnig seljum við leiðisgreinar, hurðarkransa, jólavendi og fleira.
Við erum staðsett í Þöll við Kaldárselsveg í Hafnarfirði skammt frá Íshestum og Hvaleyrarvatni.
Sendið fyrirspurnir á skoghf@simnet.is. Síminn er: 555-6455.