Jólatrjáasala
Jólatrjáasala – Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins í Þöll veðrur opin í desember fram að jólum. Íslensk úrvals jólatré og skreytingar. Heitt súkkulaði í kaupbæti.
Viðburðir á vegum félagsins eru auglýstir á heimasíða félagsins skoghf.is og fésbókarsíðu. Einnig eru viðburðir á vegum félagsins kynntir í Fjarðarpóstinum. Allir viðburðir á vegum félagsins eru fólki að kostnaðarlausu og er öllum frjálst að taka þátt. Hægt er að gerast félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar á heimasíðu þess skoghf.is. Árgjaldið er kr. 2.000,-.
Jólatrjáasala – Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins í Þöll veðrur opin í desember fram að jólum. Íslensk úrvals jólatré og skreytingar. Heitt súkkulaði í kaupbæti.
Afmæliskaffi – sunndaginn 23. október kl. 15.00 – 17.00. Skógræktarfélagið fagnar 70 ára afmæli sínu en félagð var stofnað 25. október árið 1946. Nánar auglýst síðar.
Ljósaganga um Höfðaskóg í samstarfi við Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar – október. Fögnum bleika mánuðinum og Hrekkjavöku. Takið með ykkur ljósfæri. Mæting í Þöll við Kaldárselsveg. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og kleinur að göngu lokinni. Leiðsögumenn: Jökull Gunnarsson og Steinar Björgvinsson.
Sjálfboðaliðadagur – laugardaginn 24. September kl. 10.00 – 12.00. Gróðursett verður í Vatnshlíðarlund en lundurinn er til minningar um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. Mæting í Vatnshlíð norðan við Hvaleyrarvatn. Verkfæri og plöntur á staðnum. Boðið verður upp á hressingu í Þöll að gróðursetningu lokinni.
List í Höfðaskógi – sunnudaginn 3. júlí kl. 14.00 og kl. 17.00. Gengið um Höfðaskóg eftir „Listagötu“. Verk listamanna, hönnuða og handversfólks kynnt og skoðuð sem unnin voru í síðasta mánuði. Mæting í Þöll við Kaldárselsveg.
Listalundur (Art Grove) – list í Höfðaskógi, opnunarhátíð – laugardaginn 25. júní kl. 17.00. Listamenn, hönnuðir og handverksfólk sýna verk sín í Höfðaskógi sem þau hafa unnið síðustu daga og vikur í skóginum. Opnunarhátíð í Þöll við Kaldárselsveg. Isabella Praher leiðir gesti eftir „Listagötu“.
Fuglaskoðun – laugardaginn 28. maí kl. 10.00. Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Gengið um Höfðaskóg. Fuglaskoðunin tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögumenn: Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson.
Vorganga – laugardaginn 23. apríl kl. 11.00. Gengið verður frá Kaldárseli meðfram Undirhlíðum og inn í Skólalund og til baka. Talsvert hefur verið unnið að grisjun og snyrtingu skógarins í Undirhlíðum í fyrra og á þessu ári. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Ganga þessi er hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar „Bjartra daga“ sem standa frá 20.…
Aðalfundur og ráðstefna – laugardaginn 9. apríl kl. 14.00 – 17.00 í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Að loknun venjulegum aðalfundarstörfum sem standa milli kl. 14.00 – 15.00 verður ráðstefna um „Notagildi upplandsins og framtíð skógræktar í bæjarlandinu“.