Gerist félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar
Félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar getur verið virkur þátttakandi í skógræktar- og félagsstarfi og lagt sitt af mörkum til að bæta landið með því að taka þátt í gróðursetningu og/eða styðja aðra félagsmenn sem sinna því starfi. Skógræktarsvæði félagsins eru fjölbreytt og félagsmenn geta tekið þátt í fræðslu- og gönguferðum og fengið gagnlegar upplýsingar um ræktun og gróður hjá starfsfólki félagsins í höfuðstöðvum þess í Höfðaskógi við Kaldárselsveg.
Félagsskírteinið veitir 10 – 15 % afslátt hjá mörgum gróðrarstöðvum og byggingarvöruverslunum.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er aðili að Skógræktarfélagi Íslands, sem heldur reglulega fræðslufundi um skógræktarmál, skipuleggur ferðir til annarra landa og margt fleira. Nánar á www.skog.is
Félagi hefur aðgang að Laufblaðinu, fréttablaði Skógræktarfélags Íslands, sem birtist reglulega á netinu, sem og upplýsinga ritlingurinn Frækornið. Skógræktarfélag Íslands gefur út Skógræktarritið sem er eina fagtímariti um skógrækt á Íslandi. Allir geta gerst áskrifendur að Skógræktarritinu.