Mikil hálka
Mikil hálka er á stígum og vegum í upplandi bæjarins. Búið er að loka Hvaleyrarvatnsveginum vegna hálku.
Mikil hálka er á stígum og vegum í upplandi bæjarins. Búið er að loka Hvaleyrarvatnsveginum vegna hálku.
Óskum félögum og velunnurum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Jólatrjáasala félagsins var með allra besta móti og fyrir það erum við afar þakklát. Félagar í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar eru nú um 1.100 talsins. Er því félagið annað fjölmennasta skógræktarfélag landsins á eftir Skógræktarfélagi Rvk en skógræktarfélögin eru um sextíu talsins á landinu. Með því…
Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins er opin alla daga í desember 2023 frá kl. 10.00 til 18.00. Íslensk jólatré, tröpputré, eldiviður, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir og fleira. Viðskiptavinir fá heitt súkkulaði um helgar í kaupbæti. Sendið fyrirspurnir á netfangið skoghf@simnet.is. Erum á facebook.
Fundargerð stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn í Selinu þann 20. nóvember 2023, kl 17.30. Mætt: Sigurður Einarsson, Gyða Hauksdóttir, Magnús Gunnarsson, Hallgrímur Jónasson (ritari), Ingvar Viktorsson, Jónatan Garðarsson ásamt Steinari Björgvinssyni framkvæmdastjóra. 1. Stöðuyfirlit frá framkvæmdastjóra – starfið í vetur. Steinar gerði grein fyrir stöðunni, segir allt ganga samkvæmt áætlun, en nokkuð um veikindi hjá starfsmönnum.…
Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins hefst formlega sunnudaginn 3. desember 2023. Þeir sem vilja nálgast jólatré, greinar, eldivið og þess háttar fyrir þann tíma geta sent inn pantanir og fyrirspurnir á netfangið skoghf@simnet.is. Verslanir og fyrirtæki í bænum sem óska eftir „vegg-jólatrjám“ vinsamlegast sendið pantanir á sama netfang þar sem þið tilgreinið nafn fyrirtækis, fjölda trjáa…
Takk fyrir komuna þriðjudaginn 24. okt. Á annað hundrað manns mætti í ljósagöngu félagsins og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi. Við viljum sérstaklega þakka þeim sem stóðu að undirbúningi göngunnar en þemað var hrekkjavaka. Ef þið eigið myndir frá því í gær megið þið endilega deila þeim með okkur. Sendið myndir á netfangið skoghf@simnet.is eða inn…
Kæru félagar. Nú er innheimta á árgjaldinu 2023 farin af stað. Með því að styrkja félagið hjálpar þú okkur að sinna útivistarsvæðinu í upplandi bæjarins. Félagið sér um skógrækt, stígagerð, grisjun, hreinsun og vöktun. Félagið tekur reglulega á móti hvers kyns hópum eins og nemendahópum sem vilja fræðast um skógrækt og umhverfismál. Félagið býður upp…
Um tuttugu manns mættu laugardaginn 16. september síðastliðinn og gróðursettu í hlíðarnar á móts við Hamranesflugvöll þrátt fyrir rok og rigningu. Einnig mættu starfsmenn úr nokkrum deildum Íslandsbanka og nemendur úr Skarðshlíðarskóla í síðustu viku og gróðursettu á svipuðum slóðum. Í allt voru gróðursettar hátt í þúsund tveggja til fjögura ára trjáplöntur í síðustu viku,…
Fundargerð stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn í Selinu þann 19. september 2023, kl 17.30. Mætt: Sigurður Einarsson, Gyða Hauksdóttir, Magnús Gunnarsson, Hallgrímur Jónasson (ritari), Ingvar Viktorsson, Jónatan Garðarsson, Árni Þórólfsson, ásamt Steinari Björgvinssyni framkvæmdastjóra. 1. Stöðuyfirlit frá framkvæmdarstjóra Síðastliðinn laugardag var sjálfboðaliða gróðursetning, 20 manns mættu í afleitu veðri. Í síðustu viku mættu starfsmenn Íslandsbanka, auk…
Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur félagsins verður næstkomandi laugardag, 16. september 2023, kl. 11.00. Við ætlum að gróðursetja í hlíðarnar á móts við módelflugvöllinn við Hvaleyrarvatnsveg skammt sunnan við Hamranes. Við áætlum að gróðursetningarstarfið taki um tvær klukkustundir. Að gróðursetningu lokinni um kl. 13.00 býður félagið upp á hressingu í bækistöðvum félagsins (Þöll) við Kaldárselsveg. Verkfæri og…