Líf í lundi 2023
Laugardaginn 24. júní næstkomandi verður fjölskyldudagurinn „Líf í lundi“ haldinn hátíðlegur. Boðið verður upp á dagskrá milli kl. 14.00 – 17.00. Nánar auglýst síðar. Takið daginn frá.
Laugardaginn 24. júní næstkomandi verður fjölskyldudagurinn „Líf í lundi“ haldinn hátíðlegur. Boðið verður upp á dagskrá milli kl. 14.00 – 17.00. Nánar auglýst síðar. Takið daginn frá.
Þrír sjálfboðaliðar, ásamt móður tveggja þeirra, frá Long Island, New York störfuðu í sjálfboðaliðavinnu hjá félaginu í síðustu viku. Eru þau öll nemar við „Friends Academy“, New York. Í maí í fyrra voru tveir ungir sjálfboðaliðar hjá félaginu frá sama skóla. Til að útskrifast þurfa nemarnir að sinna samfélagsþjónustu/sjálfboðavinnu af einhverju tagi og kynna svo…
Gróðrarstöðin Þöll ehf er opin í maí og júní 2023 virka daga frá kl. 09.00 – 18.00. Um helgar frá kl. 10.00 – 17.00. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Þallar grodrarstod.is
Fundargerð stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn í Selinu þann 2. maí 2023, kl 17.30. Mætt: Sigurður Einarsson, Jónatan Garðarsson, Gyða Hauksdóttir, Magnús Gunnarsson, Hallgrímur Jónasson, Árni Þórólfsson og Steinar Björgvinsson, framkvæmdarstjóri. Ingvar Viktorsson boðaði forföll. 1. Stjórn skiptir með sér verkum eftir aðalfund Á aðalfundi félagsins voru kjörin í stjórn Sigurður Einarsson, Jónatan Garðarsson, Ingvar Viktorsson,…
Hin árlega fuglaskoðun félagsins fer fram laugardaginn 22. apríl kl. 11.00 til 13.00. Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Gengið verður um Höfðaskóg og nágrenni. Takið með ykkur sjónauka. Leiðsögumenn verða þeir Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson. Allir velkomnir. Myndin er af auðnutittling tekin af Krummi Immurk.
Félagið vill ráða 16 – 20 ára sumarstarfsmenn í júní og júlí. Um er að ræða störf við gróðursetningu, hreinsun á upplandinu, stígagerð, viðhald skógarstíga og fleira í þeim dúr. Sendið umsóknir á netfangið skoghf@simnet.is
Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 23.mars 2023 Fundastjóri og ágæta samferðafólk. Það lyftist ávallt á manni brúnin þegar vorjafndægri er náð – farfuglarnir að byrja að mæta, svartþrösturinn farinn að láta heyra í sér í garðinum heima og það styttist í að gróðurinn taki við sér. Eftir langan frostakafla er aðeins að hlýna og eigum við ekki…
Fundarstjóri, heiðursfélagar og aðrir félagar. Janúar var fremur snjóléttur og nýttist til grisjunarvinnu. Svo fór að snjóa og var snjóþungt í febrúar og fram eftir öllum mars. Maí var einstaklega hlýr og tók allur gróður fljótt og vel við sér um vorið. Sumarið var svo fremur svalt og sólarlýtið en haustið langt og fremur hlýtt.…
Aðalfundur félagsins verður haldinn 23. mars næstkomandi í Hafnarborg kl. 20.00. Að loknum aðalfundarstörfum og kaffihlé flytur Brynja Hrafnkelsdóttir skordýrafræðingar hjá Skógræktinni erindi sem hún nefnir „Helstu skaðvaldar á trjágróðri og varnir gegn þeim“.
Nú er dagskrá félagsins komin inn hér á heimasíðunni undir flipanum „Dagskrá 2023“. Hún er birt með fyrirvara um breytingar. Ekki er ósennilegt að einhverjir fleiri skipulagðir viðburðir bætist við. Við munum segja betur frá hverjum viðburði frá hér á heimasíðunni og facebook-síðu félagsins þegar nær dregur. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudagskvöldið 23. mars kl.…