Sjálfboðaliðadagur félagsins er laugardaginn, 21. september, kl. 11.00 til 13.00. Eins og undanfarin ár ætlum við að gróðursetja ofan á jarðvegstippinn í Hamranesi þar sem áður voru öskuhaugar bæjarins. Við verðum uppi á hæðinni. Plöntur og verkfæri verða á staðnum. Þetta er við Hvaleyrarvatnsveg á móts við Hamranesflugvöll. Boðið verður upp á hressingu í Þöll að lokinni gróðursetningu. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.
Flokkur: Fréttir 2024