Óskum félögum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi ræktunarárs. Nú eru félagar í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar orðnir rúmlega 1.100 talsins. Takk fyrir það! Með því að gerast félagi styður þú skógrækt og uppbyggingu útivistarsvæðanna í upplandi Hafnarfjarðar. Félagið sér um ræktun, grisjun, hreinsun, stígagerð, eftirlit og fleira. Svæði félagsins eru mörg og víðfeðm.
Félagar fá afslátt í flestum garðyrkjustöðvum, garðyrkjumiðstöðvum og fleiri fyrirtækjum. Nú er félagsskírteinið rafrænt. Hægt er að gerast félagi með því að fylla út formið sem er undir flipanum „um félagið“ og svo „skrá sig í félagið“ hér efst á heimasíðunni.