Kæru félagar. Innheimta á árgjaldi 2024 er farin af stað. Með því að vera félagi styrkir þú uppbyggingu og viðhald á útivistarskógunum í upplandi Hafnarfjarðar. Félagið sér um gróðursetningu, grisjun, stígagerð, hreinsun, snjóruðning á stígum og fleira í skóglendum félagsins. Félagið sér m.a. um að losa ruslatunnur og hreinsa almenningssalerni við Skátalund. Þannig að þjónustuhlutverk okkar er ansi fjölþætt.
Einnig tökum við á móti ýmsum hópum eins og nemum, starfsmannahópum og fleira í þeim dúr. Félagið skipuleggur nokkra opna viðburði yfir árið eins og fjölskyldudag, fuglaskoðun, hrekkjavökugöngu og fleira. Allir viðburðir eru auglýstir á heimasíðu félagsins: skoghf.is
Félagar njóta afsláttar hjá flestum garðyrkjustöðvum og garðyrkjumiðstöðvum landsins.
Ef þið af einhverjum ástæðum óskið eftir því að hætta í félaginu biðjum við þig vinsamlegast að senda okkur póst á netfangið skoghf.is og gefa upp nafn og kennitölu.
Kær kveðja: Stjórn og starfsfólk Skógræktarfélags Hafnarfjarðar