Fundargerð stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn í Selinu
þann 17. september 2024, kl 17.30.
Mætt: Sigurður Einarsson, Árni Þórólfsson, Magnús Gunnarsson, Hallgrímur Jónasson (ritari), Ingvar Viktorsson, Jónatan Garðarsson, Gyða Hauksdóttir, ásamt Steinari Björgvinssyni framkvæmdastjóra.
1. Stöðuyfirlit og framkvæmdir
Ráðist var í nokkuð umfangsmikið viðhald á húsi félagsins, Ísak (bróðir Jökuls) smiður var fenginn til að skipta um klæðningu á gaflinum, sem var mjög illa farinn. Húsið var farið að halla og tjakkaði hann það upp og rétti af, setti nýja einangrun, auk þess sem hann sinnti ýmsu smálegu fyrir félagið.
Unnið er að því að leggja lokahönd á að setja upp gróðurhúsin, en það er nauðsynlegt að styrkja þau sérstaklega. Gert er ráð fyrir að strengja plast á grindina á öðru húsinu í haust, en hitt næsta vor.
Vinnu við verkstæðishúsið er lokið og hefur það verið tekið út af hálfu bæjarins.
Gert er ráð fyrir að þegar núverrandi framkvæmdum, þ.e. við gróðurhúsin og pergóluna (sem verður sett létt þak á), er lokið verði farið að huga að stækkun Selinu.
Jökull hefur unnið mjög vel fyrir hönd félagsins að undirbúningi lagningu jarðstrengs á vegum Landsnets, fellingu trjáa þar sem strengurinn kemur og jafnframt að fella tré í Gráhelluhrauni. Bætur koma vegna felldra trjáa og vinnu Jökuls. Jafnframt þarf að fella tré vegna gangstíga sbr. nýtt skipulag.
Rædd staðan varðandi hugmyndir um aðstöðu fyrir skíðagöngufólk. Máli lítið hreyfst.
2. Viðburðir á næstunni
Sjálfboðaliðadagurinn verður nk. Laugardag.
Ljósaganga (Hrekkjavökuganga) er samvinnuverkefni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. verður 29. október kl 19.30.
3. Önnur mál
Rætt um nýliðið Skógræktarþing sem var haldið á Neskaupsstað. Dagskráin rædd og heimsóknir. Vel að þinginu staðið.