Um 2 ha af stafafuruskógi voru grisjaðir í ár í norðanverðum Selhöfða við Hvaleyrarvatn. Furan var gróðursett á níunda áratug síðustu aldar. Meðalhæð er 11 – 12 m. Grisjunarvinnan fór fram snemma á árinu. Efnið var svo sótt í sumar. Efnið er aðallega kurlað og svo eru sverari bolir klofnir í eldiðvið. Greinarnar eru látnar liggja í skógarbotninum. Strax í sumar mátti sjá að undirgróður hafði aukist þar sem var grisjað. Félagið fékk styrk úr Landgræðslusjóð í þetta verkefni.
Flokkur: Fréttir 2024