Skógarstígur – leiðarlýsing
Skógarstígurinn er tengileið milli Ástjarnar og skógarsvæðanna við Hvaleyrarvatn sem er stikaður og grófruddur. Félagsmenn og starfsfólk Skógræktarfélags Hafnarfjarðar lögðu stíginn og stikuðu í samráði við Skipulags- og byggingasvið Hafnarfjarðar.