Síðasta "skógarganga" félagsins verður laugardaginn 6. október. Byrjað verður á því að skoða trjágróðurinn í Hellisgerði. Síðan verður gengið um eldri hverfi bæjarins og hugað að trjám í görðum bæjarbúa og ef til vill verða einhver tré hæðarmæld. Við ætlum að hittast við innganginn að Hellisgerði við Reykjvíkurveg kl. 10.00. Leiðsögumenn verða starfsmenn félagsins. Nánari upplýsingar eru veittar í síma félagsins: 555-6455.
Flokkur: Fréttir 2012