Um fimmtán manns mættu í haustgöngu félagsins laugardaginn 6. október síðastliðinn. Byrjað var í Hellisgerði þar sem nokkur tré voru hæðarmæld. Því næst var gengið um nokkur elstu hverfi bæjarins og hugað að trjágróðri í görðum bæjarbúa sérstaklega stórum og sérstökum trjám og þau stærstu hæðarmæld. Fyrir tíu árum síðan stóð félagið fyrir sambærilegum haustgöngum í bænum þar sem reynt var að komast að því hvert væri stærsta tré bæjarins. Þá mældust hæstu tréin tæpir 18 m á hæð. Fjögur tré mældust yfir 19 m há í göngunni núna. Tvö sitkagreni og tvær alaskaaspir.
Sitkagreni við Brekkugötu 12 reyndist vera hæðsta tréið eða 20,6 m á hæð og ummál í brjósthæð 2,0 m. Árið 2002 var tréið 17, 2 m á hæð. Tréið er trúlega gróðursett í kringum 1950 af Gunnlaugi heitnum Kristmundssyni sandgræðslustjóra sem þarna bjó. Tréið nýtur sín sérlega vel og er sannkölluð bæjarprýði.
Sitkagreni við Tjarnarbraut 17 mældist 20,0 m hátt og 1,75 m í ummál í brjósthæð. Árið 2002 var þetta hæðsta tré bæjarins eða 17,8 m. Tréið er gróðursett árið 1950 af Kristni Guðjónssyni og Tony Möller. Sérlega glæsilegt tré sem stendur bakvið húsið.
Alaskaösp við Gerðið, Hverfisgötu 52b mældist 19,9 m á hæð og ummál neðan við tvístofn 2,0 m. Árið 2002 reyndist ösp þessi vera 15,6 m á hæð. Öspin er að öllum líkindum gróðursett af Sæmundi og Sigurveigu sem þarna bjuggu lengst af. Tréið stendur rétt norðan við húsið.
Alaskaösp í gjótu bakvið Sjónarhól við Reykjavíkurveg mældist 19,1 m á hæð og 1,3 m í ummál í brjósthæð. Björn Eiríksson og Guðbjörg Jónsdóttir sem reistu Sjónarhól hafa trúlega gróðursett öspina.
Hæð trjánna var mæld með þartilgerðum mæli sem byggir á hornafræði og er frá finnska fyrirtækinu Suunto. Mælingunum verður að taka með ákveðnum fyrirvara hvað varðar nákvæmni. Myndin sýnir grenið við Brekkugötu 12.