Fulltrúafundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í hestamiðstöð Íshesta laugardaginn 6. apríl síðastliðin. Á fundinn mættu fulltrúar skógræktarfélaga hvaðanæva af landinu. Fundurinn hófst á því að fulltrúar félaganna sögðu frá starfsemi sinna félaga. Að loknu hádegishléi voru flutt nokkur fræðsluerindi m.a. um landgræðsluskógaverkefnið og eldvarnir í skógi. Dagskráin endaði svo með gönguferð um Höfðaskóg undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar formanns Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Á myndinni sést Jónatan segja fundargestum frá útikennslustofunni í Höfðaskógi.
Flokkur: Fréttir 2013