Nýverið heimsóttu nemendur Landgræðsluskóla Sameinuðu Þjóðanna félagið heim ásamt umsjónaraðilum námsins. Landgræðsluskóli SÞ er staðsettur hérlendis og eru bækistöðvar hans í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti. Nemendur eru hér í 6 mánuði í senn við bóklegt og verklegt nám í landgræðslu- og vistheimtarfræðum. Um er að ræða nemendur sem hafa fyrir menntun og starfa á sviði landnýtingar hver í sínu heimalandi. Nemarnir í ár voru frá Mongólíu og nokkrum ríkjum Afríku. Hópurinn kynnti sér starfsemi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Gengið var um Höfðaskóg við Hvaleyrarvatn og bauð svo félagið upp á hressingu í bækistöðvum sínum við Kaldárselsveg.
Flokkur: Fréttir 2014