Fjölskyldudagurinn „Líf í lundi“ sem haldinn er árlega síðasta laugardag í júní hjá skógræktarfélögum hringinn í kringum landið fer fram laugardaginn 25. júní. Dagskráin hjá okkur í Hafnarfirði er að teiknast upp. Eins og er lýtur hún svona út:
Kl. 14.00 – 17.00
Við Þöll, Kaldárselsvegi
• Hoppukastali.
• Grill.
• „Pop up“ kaffihús. Pallett Kaffikompaní.
• Andlitsmálning milli kl. 14.00 – 16.00.
• Kl. 14.30: Skógarganga. Leiðsögumaður Jónatan Garðarsson. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund.
• Kl. 14.20: Ratleikur kynntur. Vinningshafar dregnir út kl. 16.30.
• Larpið kíkir í heimsókn.
Rimmugýgur verður við Höfða með tjöld og víkingar bjóða gestum að speyta sig í axarkasti og bogfimi.
Haffi Haff sér um tónlistina.