Fuglaskoðun félagsins fer fram sumardaginn fyrsta þ.e.a.s. fimmtudaginn 21. apríl. Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg kl. 11.00. Leiðsögumenn verða Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson. Takið með ykkur sjónauka.
Gengið verður um Höfðaskóg og niður að Hvaleyrarvatni. Fuglaskoðunar-gangan tekur um 2 klukkustundir. Allir velkomnir. Þátttaka ókeypis.
Ljósmynd af flórgoða: Birgir Gunnlaugsson
Birgir Gunnlaugsson (@icelandic_naturephotography) • Instagram photos and videos