Ekkert lát er á snjókomu þessa dagana. Starfsmenn félagsins sjá um að ryðja helstu gönguleiðir í skóginum það er að segja í kringum Hvaleyrarvatn, græna stíginn sem liggur samhliða Kaldárselsveginum og gönguleiðina í gegnum Gráhelluhraun. Einnig hafa starfsmenn félagsins hreinsað sumar gönguleiðir og stíga í Höfðaskógi ásamt því að ryðja Sléttuhlíðarveginn til að sumarhúsaeigendur þar komist leiðar sinnar.
Hafir þú athugasemdir varðandi ruðning á skógarstígum í upplandi Hafnarfjarðar hafið þá samband í símar: 555-6455, 894-1268 eða sendið línu á skoghf@simnet.is