Hópur ungmenna á vegum Landsvirkjunar starfaði hjá félaginu í júní og júlí eins og svo mörg undanfarin ár. Flokkstjórar voru Lovísa Rut Tjörvadóttir og Sigðurður Marteinn Lyngberg Sigurðsson. Landsvirkjunarfólkið vann við stígagerð, slátt meðfram vegum og stígum, hreinsun, gróðursetningu og fleira. Félagið þakkar Landsvirkjun og hópnum öllum fyrir samstarfið í sumar. Meðfylgjandi er mynd af hluta hópsins en flest voru þau um tuttugu.
Flokkur: Fréttir 2022