Líf í lundi 2024
Fjölskyldudagur félagsins „Líf í lundi“ verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 22. júní 2024 milli kl. 14.00 til 17.00. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar.
Fjölskyldudagur félagsins „Líf í lundi“ verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 22. júní 2024 milli kl. 14.00 til 17.00. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar.
Tuttugu tegundir fugla sáust í fuglaskoðun félagsins í dag. Gengið var um Höfðaskóg og niður að Hvaleyrarvatni. Eftirfarandi tegundir sáust: Himbrimi, tveir flórgóðar, margar álftir, nokkrar grágæsir, nokkrar stokkendur, tveir tjaldar, heiðlóa, nokkrir hrossagaukar, nokkrir ungir svartbakar, talsvert af sílamáf, silfurmáfur, hettumáfur, kjói, maríuerla, mikið af skógarþresti, mikið af svartþresti, glókollur, talsvert af stara, mikið…
Fuglaskoðun félagsins er núna á laugardaginn, 20. apríl, kl. 11.00. Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Við ætlum að ganga um skóginn og niður að Hvaleyrarvatni. Takið með ykkur sjónauka. Allir velkomnir. Leiðsögumenn eru Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson. Fuglaskoðunargangan tekur um einn og hálfan tíma.
Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2024 Kæri félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl næstkomandi kl. 20.00 í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34 kl. 20.00. Gengið inn frá Strandgötu. Kl. 20.00 – 20.50 Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffihlé Kl. 21.10 – 21.45 Daði Már Kristófersson auðlindahagfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands flytur erindi sem hann…
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl í Hafnarborg við Strandgötu kl. 20.00. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verður boðið upp á kaffiveitingar og síðan fræðsluerindi. Takið kvöldið frá. Nánar auglýst síðar.
Nú eru félagsskírteini skógræktarfélaganna orðin rafræn og flestir komnir með skírteinið sitt í veskið (wallet) í símanum sínum. Skírteinið hefur gildistíma (út janúar ár hvert) og er endurnýjað árlega. Félagar eiga ekki að þurfa að gera neitt sérstaklega, nema Iphone notendur þurfa að uppfæra handvirkt. Leiðbeiningar varðandi virkjun og endurnýjun félagsskírteina má nálgast hér: https://www.skog.is/rafraen-felagsskirteini/…
Þessa dagana erum við grisja og snyrta í skógum félagsins m.a. í Gráhelluhraunsskógi og Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn. Markmið grisjunarinnar er að auka heilbrigði skógarins, auka verðmæti þeirra trjáa sem eftir standa, bæta útivistarmöguleika skógarins og auka botngróður. Efnið sem fellur til nýtum við í eldivið og kurl. Þau tré sem eru felld eru aðallega stafafura,…
Búið er að ryðja Kaldárselsveginn og Hvaleyrarvatnsveg. Einnig er búið að ryða göngustíginn í Gráhelluhraunsskógi, stíginn í kringum Hvaleyrarvatn og Græna stíginn sem liggur upp í Kaldársel. Kveðja: Starfsfólk Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er áhugamannafélag stofnað árið 1946. Félagið sér um skógana og útivistarsvæðin í upplandi bæjarins. Helstu umsjónarsvæði félagsins eru Gráhelluhraunsskógur, Höfðaskógur, Seldalur, Klifsholt og Undirhlíðar. Í því felst m.a. gróðursetning trjáplantna, grisjun, stígagerð, hreinsun, eftirlit, snjómokstur af helst göngu- og hjólastígum, móttaka hópa og fleira. Gegn framvísun félagsskírteinis njóta félagar afsláttar í ýmsum gróðrarstöðvum…
Mikil hálka er á stígum og vegum í upplandi bæjarins. Búið er að loka Hvaleyrarvatnsveginum vegna hálku.