Tuttugu tegundir fugla sáust í fuglaskoðun félagsins í dag. Gengið var um Höfðaskóg og niður að Hvaleyrarvatni. Eftirfarandi tegundir sáust: Himbrimi, tveir flórgóðar, margar álftir, nokkrar grágæsir, nokkrar stokkendur, tveir tjaldar, heiðlóa, nokkrir hrossagaukar, nokkrir ungir svartbakar, talsvert af sílamáf, silfurmáfur, hettumáfur, kjói, maríuerla, mikið af skógarþresti, mikið af svartþresti, glókollur, talsvert af stara, mikið af auðnutittling og tveir krossnefir.
Ljósmynd af krossnef: Krummi Immurk.