Þessa dagana erum við grisja og snyrta í skógum félagsins m.a. í Gráhelluhraunsskógi og Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn. Markmið grisjunarinnar er að auka heilbrigði skógarins, auka verðmæti þeirra trjáa sem eftir standa, bæta útivistarmöguleika skógarins og auka botngróður. Efnið sem fellur til nýtum við í eldivið og kurl. Þau tré sem eru felld eru aðallega stafafura, bergfura og sitkagreni. Á myndinni sést Jökull brýna sögina í hlíðum Selhöfða í febrúar 2024.
Flokkur: Fréttir 2024