Nú eru félagsskírteini skógræktarfélaganna orðin rafræn og flestir komnir með skírteinið sitt í veskið (wallet) í símanum sínum. Skírteinið hefur gildistíma (út janúar ár hvert) og er endurnýjað árlega. Félagar eiga ekki að þurfa að gera neitt sérstaklega, nema Iphone notendur þurfa að uppfæra handvirkt. Leiðbeiningar varðandi virkjun og endurnýjun félagsskírteina má nálgast hér: https://www.skog.is/rafraen-felagsskirteini/
Þeir félagar sem enn eiga eftir að greiða árgjald 2023 eru vinsamlegast beðnir um að gera það sem fyrst áður en félagsskírteini þeirra verða aftengd. Félagar njóta afsláttar í öllum helstu garðyrkjustöðvum og garðyrkjuverslunum gegn framvísun félagsskírteinis.
Ef þið hafið einhverjar spurningar vinsamlegast sendið þær á netfangið skoghf@simnet.is
Erum einnig á facebook undir „Skógræktarfélag Hafnarfjarðar“.