Fundargerð stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
Haldinn í Selinu þann 20. maí 2025, kl 17.30
Mætt: Sigurður Einarsson (formaður), Árni Þórólfsson, Hallgrímur Jónasson (ritari), Jónatan Garðarsson, Gyða Hauksdóttir, ásamt Steinari Björgvinssyni framkvæmdastjóra.
1. Stöðuyfirlit frá framkvæmdarstjóra
Það er mikil breyting fyrir félagið að hafa ekki aðgang að ungmennahópi sem Landsvirkjun hefur undanfarin ár lagt til í starf félagsins í tengslum við verkefnið: Margar hendur vinna létt verk. Gera má ráð fyrir að mestu áhrifin verði á minni stígagerð og viðhald þeirra. Fyrir liggur að unglingavinnuhópur kemur til starfa frá bænum í sumar.
Þöll hefur staðið fyrir sölu undanfarnar fjórar vikur og hefur gengið vel.
Framkvæmdastjóri telur að aldrei hafi verið jafn margt fólk á svæðinu í kringum Hvaleyrarvatn eins og um síðustu helgi, enda um að ræða einmuna veðurblíðu. Félagið sinnti ruslalosun 2 sinnum á dag þessa daga. Framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af hættu á íkveikju þegar svona þurrt er og mikil umferð, en allt gekk vel fyrir sig.
Unnið hefur verið að því að sækja efni sem féll til við grisjun í vetur, efnið er kurlað.
Felld hafa verið tré við endann á skeiðvelli hestamannafélagsins, bærinn greiðir bætur.
Framkvæmdastjóri minnti á að félagið er 80 ára og að mikilvægt er að t.d. starfsmannaaðstaða verði bætt.
2. Heimsókn bæjarstjórnar 5. Júní n.k.
Framkvæmdarstjóri hefur þegar boðið öllum bæjarfulltrúum og þar með talið bæjarstjóra, en ákveðið var að bjóða jafnframt starfsfólki Umhverfis- og skipulagssviðs bæjarins, þeim einstaklingum sem eru í mestum samskiptum við Skógræktarfélagið. Lína mun sjá um veitingar og frkvstj. um drykkjarföng.
Gert er ráð fyrir að komið verði inná samninga sem félagið er með við bæinn, s.s. þjónustusamning, um hreinsun/þrif og snjóruðning.
Dagskrá sem send var út í boðsbréfi og er gert ráð fyrir;
- að hittast við bækistöð Skógræktarfélagsins/Þöll, við Kaldárselsveg,
- ganga um athafnarsvæði félagsins,
- skógarganga um Höfðaskóg með leiðsögn,
- boðið upp á léttar veitingar í Þöll.
3. Líf í lundi 21. Júní
Unnið er að undirbúningi Lífs í lundi laugardaginn 21. Júní og gert ráð fyrir dagskrá á milli 14 og 17. Gert ráð fyrir að fyrirkomulag verði svipað og síðastliðin ár, m.a. mun Pálmar koma með gítarinn.
4. Önnur mál
Þriðjudaginn 22. apríl s.l. á Degi jarðar, var haldið Jarðarblót í Höfðaskógi, en blótið var haldið í samvinnu við Ásatrúarfélagið.
Fyrirhuguð er Skógarganga fyrir börn og fullorðna kl 18, miðvikudaginn 2. júlí. gangan er farin í samstarfi við heilsubæinn Hafnarfjörð.
Fundi slitið 18.30