Fundargerð stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn í Selinu
þann 19. febrúar 2025, kl 17.30
Mætt: Sigurður Einarsson, Árni Þórólfsson, Hallgrímur Jónasson (ritari), Ingvar Viktorsson, Jónatan Garðarsson, Gyða Hauksdóttir, ásamt Steinari Björgvinssyni framkvæmdastjóra.
1. Stöðuyfirlit frá framkvæmdarstjóra
Sala á jólatrjám fyrir Jólin 2024. Árni Þórólfsson hefur tekið saman gott yfirlit. Alls voru seld 740 tré, lang mest stafafura, 597 tré (80,7%), blágreni 65 tré (8,8%), auk þess rauðgreni 26 tré, sitkagreni 43 tré, fjallaþinur 8 tré og lindifura 1 tré. 293 (39,6%) tré komu frá Skógræktarfélagi Árnesinga, 138 (18,6%) tré frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. 307 tré eru úr ræktun Skógræktarfélags Hafnarfjarðar eða 41,5% trjáa. Ætla má að allt að helmingur sölunnar hafi átt sér stað helgina 14. til 15. desember. Sala á eigin ræktun var um 42% af andvirði seldra jólatrjáa. Seld tröpputré voru 270 og 19 borðtré öll ræktuð hjá félaginu.
Núna í janúar og febrúar hefur verið unnið að grisjun í Selhöfða og að grisjun aspa í Stórhöfða. Félagið keypti timbur vagn með krana til að auðvelda grisjun. Sverir bolir fara í eldivið og grennra efni í kurl, ágæt sala er í kurli og eldivið.
Búið er að taka í gegn Bjarkarlind (innréttaður gámur á vegum félagsins), sem var illa farinn af myglu.
2. Aðalfundur Skógræktarfélagsins
Aðalfundur er fyrirhugaður þann 3. apríl n.k. og verður haldinn í Hafnarborg kl 20.00. Fyrirkomulag fundarins er með hefðbundnu sniði, þess vænst að Gunnar Svavarsson verði fundarstjóri og að Lína hjálpi til með veitingarnar. Hallgrímur og Gyða eiga að ganga úr stjórn.
Lagt var til að það sem ávallt hefur verið kallað Lög Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verði breytt í Samþykktir Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og þar með breytist 10. gr. þar sem Samþykktum kemur í stað Lögum.
Gert er ráð fyrir að fá Þorstein Tómasson, plöntuerfðafræðing til að fjalla um rauða birkið.
3. 80 ára afmælisár 2026
Fyrir liggur að aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldið í Reykjavík og á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur árið 2026.
Í tilefni 80 ára sögu var rætt um mikilvægi þess að kynna félagið fyrir nýjum bæjarstjóra í Hafnarfirði og ekki síst bæjarfulltrúum og starfsliði bæjarins, sérstaklega á sviði framkvæmda og skipulags. Stefna ber að því að halda slíka kynningu/fund uppúr miðjum maí. Umræða var um mikilvægi þess að kynna (80 ára) starf félagsins, mikið starf í upplandi Hafnarfjarðar við ræktun og bætt aðgengi fyrir almenning, sem mjög vaxandi fjöldi bæjarbúa nýtur í vaxandi mæli. Félagið hefur tekið að sér ákveðin verkefni sem það sinnir í upplandinu, en ástæða er til að leggja meiri áherslu á gróðursetningu og bætta aðstöðu félagsins fyrir starfsmenn og gesti og gangandi. Félagið hefur orðið af mikilvægum stuðningi Landsvirkjunar við gróðursetningu, vegna stefnubreytingar þar á bæ.
4. Fjármálin og fl.
Vísað er til ágætrar sölu jólatrjáa hér að framan, auk þess sem félagið hefur fengið bætur fyrir tré sem þurfti að fella á vegum Landsnets og stíga á vegum bæjarins.
Fundi slitið 18.45