Fundargerð stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn í Selinu
þann 20. nóvember 2024, kl 17.30.
Mættir: Sigurður Einarsson, Árni Þórólfsson, Magnús Gunnarsson, Hallgrímur Jónasson (ritari), Ingvar Viktorsson, Jónatan Garðarsson, ásamt Steinari Björgvinssyni framkvæmdastjóra. Gyða Hauksdóttir boðaði forföll.
1. Stöðuyfirlit og jólatréssala
Ljósagangan, þann 29. október s.l. tókst mjög vel, mjög góð mæting, áætlað um 400 manns. Það er nokkuð álag að undirbúa og skipuleggja svo fjölmennan viðburð. Skoða þarf betur hvernig standa á að svona fjölmennum viðburði á næsta ári.
Þegar búið að afgreiða jólatré í Jólaþorpið. Von er á trjám til sölu í næstu viku.
Áhersla verður á sölu trjáa helgarnar, 7. og 8., 14. og 15., og 21. og 22. desember. Stjórnarmönnum var gefinn kostur á að skrá sig á þá daga sem þeim henta til jólatrjáasölu.
Ætla má að allt að fimmtungur jólatrjáa sem eru seld fyrir Jólin séu eigin ræktun (? tröpputrén), en sala er áætluð um 600 tré.
Ísak vinnur að því að laga gámana, en mygla er í þeim.
2. Bílakaup
Gengið hefur verið frá kaupum á nýjum bíl, Toyota Hilux D/C LX6g beinskiptur. Bíllinn kemur með dráttarbeisli, prófíl og heitklæðningu á pallinum.
Bíllinn er með 3ja ára þjónustupakka og 7 ára ábyrgð.
Bíllinn verður afhentur fyrir áramót (milli jóla og nýárs).
Gamli bíllinn verður tekinn uppí.
Endurskoðandi félagsins hefur metið stöðu félagsins til að standa að þessari fjárfestingu.
Fundi slitið.