Fundargerð stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn í Selinu þann 9. apríl 2024, kl 17.30.
Mætt: Sigurður Einarsson, Árni Þórólfsson, Magnús Gunnarsson, Hallgrímur Jónasson (ritari), Ingvar Viktorsson, Jónatan Garðarsson ásamt Steinari Björgvinssyni framkvæmdastjóra.
1. Stöðuyfirlit frá framkvæmdarstjóra, starfið í vor
Starfsmenn hafa unnið að grisjun í skógarsvæðum félagsins frá áramótum, sinnt umhirðu í upplandinu, rutt snjó af Græna stígnum, stígnum umhverfis Hvaleyrarvatn og öðrum stígum.
Hægt hefur verið á framkvæmdum við byggingu gróðurhúsa.
Félagið hefur þörf fyrir yfirdráttar heimild í viðskiptabankanum vegna kaupa á plöntum til sölu í vor og sumar, til að geta leyst plönturnar út.
Gert er ráð fyrir að sala á plöntum hefjist í byrjun maí. Hannes mun koma til starfa við sölu og Bryndís mun vera í vinnu amk. um helgar.
Ritari lagði inn umsögn stjórnar varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Gráhelluhraun-Skógargarð, sjá fylgiskjal með fundargerð.
2. Aðalfundur
Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2024 verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.00 í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf, gerð grein fyrir starfi félagsins og reikningar lagðir fram.
Kaffihlé
Fyrirlestur, Daði Már Kristófersson auðlindahagfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, flytur erindi sem nefnist Framlag skóga til velsældar.
3. Ársreikningur
Stjórn fór yfir ársreikninginn og samþykkti hann með undirritun, en hann verður lagður fram á aðalfundi og gerður aðgengilegur í kjölfar samþykktar á aðalfundi.
4. Önnur mál
Fjórir aðilar frá félaginu mættu á fulltrúafund skógræktarfélaganna 2024, Jónatan, Sigurður, Árni og Steinar.
Fundurinn var áhugaverður, en fram kom að Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor við HÍ, fjallaði á áhugaverðan hátt um Stjórnun og hvatningu sjálfboðaliða. Hvað segja fræðin? Auk þess var Steinar Björgvinsson með erindi Skógarkrydd – aukin tegundafjölbreytni í útivistarskógum, Guðríður Helgadóttir fjallaði um Blómstrandi skógarbotna og Jón Ásgeir Jónsson og Þórveig Jóhannsdóttir fjölluðu um Landgræðsluskógaverkefnið sem hófst árið 1990.
Fyrirhuguð er fuglaskoðun þann 20. apríl og Líf í landi er fyrirhugað þann 22. júní.
Fylgiskjal
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
V. Kaldárselsveg
221 Hafnarfjörður
Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar,
Norðurhellu 2,
221 Hafnarfjörður
Hafnarfirði 12. mars 2024
Málefni: Umsögn um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Gráhelluhraun-Skógargarð.
Vísað er til auglýsingar og upplýsinga í Skipulagsgátt, varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Gráhelluhraun – skógargarð, ásamt breytingum á skipulagsmörkum.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur staðið að þeirri ræktun sem átt hefur sér stað í Gráhelluhrauni frá árinu 1947 og er þetta elsta ræktunarsvæði félagsins sem hefur byggt upp það sem deiliskipulagið kallar skógargarð. Félagið fagnar því að ráðist verði í að bæta aðgengi að skóginum, enda hefur félagið ræktað upp svæðið og hlúð að því og er það nú mjög eftirsótt til útivistar.
Stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar fagnar því deiliskipulagi sem liggur fyrir, sem bætir aðgengi að svæðinu og ekki síst aðgreinir göngustíga frá reiðstígum.
Félagið leggur áherslu á að mikilvægt er að gengið verði þannig frá stígunum að þjónustu- og viðbragðsaðilar komist um svæðið á viðeigandi ökutækjum.
Virðingarfyllst
Fyrir hönd stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
Sigurður Einarsson,
Formaður stjórnar