Fundargerð stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
Haldinn í Selinu þann 1. júlí 2025, kl 17.30
Mætt: Sigurður Einarsson, Árni Þórólfsson, Hallgrímur Jónasson (ritari), Ingvar Viktorsson, Jónatan Garðarsson, Gyða Hauksdóttir og Magnús Gunnarssson ásamt Steinari Björgvinssyni framkvæmdastjóra
1. Stöðuyfilit frá framkvæmdarstjóra
Laugardaginn 21. júní var Líf í lundi á vegum félagsins, færra fólk var en áður en viðburðurinn tókst vel. Meðal þess sem boðið var upp á var salsa dans sýning, gítarspil og söngur, trúður frá Sirkus Ísland mætti og allir gátu fengið sér kaffi og kökur frá Pallett kaffihúsi. Styrktaraðilar voru Fjarðarkaup og Pallett (???)
Barnaganga við Hvaleyrarvatn: Stórhöfði og plöntur, 2. júlí sem er hluti vikulegra viðburða undir nafninu Heilsu- og menningargöngur Hafnarfjarðar 2025. Steinar stjórnar göngunni, sem hefst við Selið.
Í tilefni 140 ára afmælis Garðyrkjufélags Íslands verður ganga um Höfðaskóg 22. júlí kl 17.00. Garðyrkjufélagið stendur fyrir sambærilgum fræðslugöngum um allt land í sumar.
2. Frisbee golfvöllur
Þann 6. júní barst erindi frá Geir Bjarnasyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ. Í erindinu er afmarkað svæði sem frisbee golfarar sjá fyrir sér sem álitlegt svæði fyrir frisbee golfvöll. Svæðið er norðan við Stórhöfða og vestan við Hvaleyrarvatn. Svæðið er í Selhrauni og að mestu innan ræktarsvæðis félagsins sem gerður var samningur um eftir að öskuhaugunum við Hamranes var lokað.
Um er að ræða mál sem hefur komið til umræðu nokkrum sinnum, málið var rætt almennt. Fyrir liggur að afmarkað svæði nær inná þinglýst svæði ætlað er til Landgræðsluskóga, sem ekki má raska eða taka til annarra nota í nokkra áratugi frá undirritun og þinglýsingu Landgræðsluskógasamningsins. Það verður skoðað, jafnframt hvort svæðið nær útfyrir umráðsvæði félagsins og fl. . Skógræktarfélaginu er umhugað um þá ræktun sem það hefur staðið fyrir og ljóst er eftir skoðun á svæðum þar sem frisbee golfvellir eru í skóglendi að verulegar skemmdir verða á trjám í kringum brautirnar. Umræðan snerist að verulegu leyti um að heppilegast væri ef völlurinn er staðsettur að stærstum hluta í hrauninu (til norðurs) og norðan við reiðstíginn. Formaður mun draga upp tillögu að svæði á kort/mynd senda Geir til skoðunar.
3. Aðalfundur S. Í.
Fyrirhugaður fundur Skógræktarfélags íslands verður 29. – 31. ágúst, haldinn að Varmalandi, Borgarfirði. Gert er ráð fyrir að fulltrúar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar gisti í Borgarnesi. Jónatan gerði stuttlega grein fyrir fyrirhugaðri dagskrá fundarins.
4. Önnur mál
Fram komu hugmyndir um að eiga fund með bæjarstjóra, sem eftirfylgni á heimsókn hans og bæjarfulltrúa 5. júní sl. Mikilvægt er að fundurinn eigi sér stað áður en gengið er frá fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Umræða var um mikla umferð um svæði félagsins, sérstaklega nærri Hvaleyrarvatni og mikilvægi þess að lagt sé mat á þann fjölda sem heimsækir svæðið á mismunandi tímum. Mikið hefur safnast af rusli og því álitamál að stækka ruslaílát á svæðinu.