Nemendur Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna í heimsókn
Annað árið í röð mættu nemendur sem hafa stundað hálfs árs nám í Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi í heimsókn í Höfðaskóg og kynntu sér ræktunarstarfið sem unnið er á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Nemendurnir 10 voru í fylgd Hafdísar Hönnu Ægisdóttur leiðbeinanda hópsins miðvikudaginn 26. september, en Hafdís var sumarstarfsmaður Skógræktarfélagsins fyrir um tveimur áratugum síðan. Starfsmenn og formaður félagsins tóku á móti…