Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudagskvöldið 3. apríl kl. 20.00 í Apótekinu, Hafnarborg. Að loknum aðalfundarstörfum og kaffihléi mun Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur flytja erindi sem hann nefnir „Rauða genið og kynbætur birkis“.
Þorsteinn hefur í áratugi unnið að plöntukynbótum í þágu landbúnaðar, skógræktar og garðyrkju. Hann hefur eftir farsæla starfsævi unnið í sjálfboðavinnu að kynbótum á íslensku ilmbjörkinni sem hefur skilað sér í yrkjunum ‘Embla’ og ‘Kofoed’. Rauðblöðóttu yrkin ‘Hekla’ og ‘Dumba’ eru einnig afrakstur af kynbótastarfi hans með það að markmiði að fá fram rauðblaða birki fyrir íslenskar aðstæður. Þorsteinn er enn að vinna með birkið og verður spennandi að heyra frá því nýjasta sem hann er að fást við þessa stundina. Þorsteinn er heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands, orðuhafi hinnar íslensku fálkaorðu og fyrrum forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.