Vetrarfuglatalning
Hin svokallaða jólafuglatalning fór fram helgina 27. – 28. desember síðastliðinn. Eins og mörg undanfarin ár töldu Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson svæði það er kallast "Hafnarfjörður austan Reykjanesbrautar". Innan þess er athafnasvæði Skógræktarfélagsins. Töldu þeir félagar á laugardeginum í björtu, stilltu en köldu veðri. Var hitinn til að mynda -14°C í Sléttuhlíð um…