Undanfarið hafa starfsmenn félagsins unnið að grisjun á asparskóginum sem stendur suður af Stórhöfða við svokallaða Buga. Stórhöfðastígurinn, sem er vinsæl göngu- og reiðleið, liggur þarna framhjá. Um er að ræða alaskaaspir sem gróðursettar voru fyrir 20 árum síðan. Aðallega eru þetta yrkin ‘Brekkan’ og ‘Pinni’. Hæð trjánna er almennt um 9 – 10 m. Efniviðurinn sem fellur til verður aðallega nýttur í trjákurl.
Flokkur: Fréttir 2025