Aðalfundur félagsins fór fram síðastliðinn fimmtudag. Gunnar Svavarsson var kjörinn fundarstjóri. Gyða Hauksdóttir og Hallgrímur Jónasson voru endurkjörin í stjórn félagsins. Gunnar Þórólfsson og Þorkell Þorkelsson voru kosnir skoðunarmenn. Jónatan Garðarsson flutti kveðju frá Skógræktarfélagi Íslands. Lína Pálsson sá um veitingar í fundarhléi.
Samþykkt var að breyta orðalagi í lögum félagsins á þann hátt að í stað þess að tala um „lög“ félagsins séu það „samþykktir“ félagsins. Hefur það með það að gera að komast á almannaheillakrá. Samþykktt var að hækka árgjaldið úr kr. 4.000,- í kr. 5.000,-.
Að loknum aðalfundarstörfum og kaffihléi flutti Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur fróðlegt erindi um birkið og birkikynbætur sínar. Sérstaklega fjallaði hann um víxlanir sínar til að ná fram rauðum blaðlit í birki sem þrífst við íslenskar aðstæður.