Hinn árlegi gróðursetningar-sjálfboðaliðadagur félagsins er laugardaginn 20. september 2025 kl. 11.00. Við ætlum að hittast og gróðursetja ofan á jarðvegstippnum við Hamranes. Gróðursetningin tekur væntanlega um 2 klukkustundir. Verkfæri og trjáplöntur verða á staðnum. Boðið verður upp á hressingu í Þöll að gróðursetningu lokinni. Allir velkomnir.
Hamranestippurinn er skipulagt skógræktar- og útivistarsvæð sem spannar tæpa 30 ha. Þar voru áður ruslahaugar bæjarins og síðan jarðvegstippur.