Fimmtudaginn 3. apríl
Aðalfundur
Kl. 20.00, fimmtudaginn 3. apríl í Hafnarborg við Strandgötu, Hafnarfirði. Eftir venjuleg aðalfundarstörf og kaffihlé mun Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur flytja erindi sem hann nefnir “rauða genið og kynbætur birkis”.
Þriðjudaginn 22. apríl
Jarðarblót
Kl. 17.00, þriðjudaginn 22. apríl í Höfðaskógi. Mæting í Þöll við Kaldárselsveg. Haldið í samvinnu við Ásatrúarfélagið.
Laugardaginn 21. júní
Líf í lundi, fjölskyldudagur
Kl. 14.00 – 17.00, laugardaginn 21. júní. Fjölskyldudagur við Þöll. Ýmislegt verður í boði.
Miðvikudaginn 2. júlí
Skógarganga
fyrir börn og fullorðna – Kl. 18.00, miðvikudaginn 2. júlí. Við ætlum að ganga um skóginn og beina sjónum okkar að flóru og fánu skógarins. Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Þessi ganga er í samstarfi við heilsubæinn Hafnarfjörð.
Þriðjudaginn 22. júlí
Skógarganga
Þriðjudaginn 22. júlí – kl. 17.00. Þessi viðburður er í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands. Nánar auglýst síðar.
Laugardaginn 20. september
Sjálfboðaliðadagur
Kl. 11.00 – 13.00, laugardaginn 20. september. Við ætlum að gróðursetja skammt frá Hamranesi við Hvaleyrarvatnsveg. Plöntur og verkfæri á staðnum. Hressing í Þöll að gróðursetningu lokinni.
Desember
Jólatrjáasala
félagsins fer fram alla daga í desember fram að jólum. Íslensk jólatré og skreytingar Um helgar er boðið upp á heitt súkkulaði í kaupbæti.