Félagar í Rósaklúbbi Garðyrkjufélags Íslands ætla að hittast í Rósasafninu í Höfðaskógi miðvikudagskvöldið 30. maí kl. 18.00 og hreinsa frá og hlúa að rósunum í safninu. Þeir sem ekki eru í klúbbnum en langar að kynnast starfsemi hans og taka þátt í vinnunni eru velkomnir. Við hittumst í Þöll við Kaldárselsveg í Hafnarfirði og höldum svo upp í Rósagarðinn. Nánari upplýsingar í síma Skógræktarfélags Hafnarfjarðar: 555-6455.
Flokkur: Fréttir 2012