Laugardaginn 25. apríl næstkomandi kl. 11.00 efnir félagið til skógargöngu í Gráhelluhrauni. Mæting á bílastæðinu við Gráhelluhraunsskóg á móts við hesthúsin í Hlíðarþúfum. Gangan er hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar "Bjartra daga" sem standa dagana 23. – 25. apríl í Hafnarfirði. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Nánari upplýsingar í síma félagsins: 555-6455 eða 894-1268.
Flokkur: Fréttir 2015