Starfsmenn félagsins hafa síðustu daga m.a. rutt snjó af stígnum í kringum Hvaleyrarvatn. Í gær (fimmtudaginn 24. janúar 2019) var göngustígurinn í Gráhelluhraunsskógi einnig ruddur. Eftir að Halldóra og Þórólfur gáfu félaginu sexhjól ásamt snjótönn höfum við getað rutt snjó af helstu gönguleiðum í skóginum til að auðvelda útivistarfólki að njóta svæðisins yfir háveturinn.
Mikil almenn ánægja er meðal útivistarfólks með þetta framtak félagsins.
Ef þið eruð ekki félagar endilega gerist félagar í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Með því að gerast félagar styðjið þið við uppbyggingu á útivistarsvæðinu í upplandi Hafnarfjarðar en félagið sér um hreinsun, uppgræðslu, grisjun, vöktun, fræðslu og fleira sem tengist útivistarsvæðinu. Árgjaldið er aðeins kr. 2.500,-. Allir félagar njóta 15% afsláttar af öllum plöntum í Þöll ehf. Fleiri fyrirtæki í græna geiranum bjóða einnig afslátt gegn framvísun félagsskírteinis.
Til að gerast félagi ferðu einfaldlega í hnappinn "um félagið" hér að ofan og svo "gerast félagi" og fyllir inn í formið. Við sendum þér svo félagsskírteini og stofnum kröfu í heimabankanum.